Um okkur

Um 16a

Við bjóðum upp á glæsilegan kvenfatnað í retro stíl frá hollenska merkinu King Louie, sem eru gjarnan gífurlega glaðleg og litrík. Við pössum við okkur á því að panta inn fá eintök af hverri vöru og þegar birgðir klárast koma þær ekki aftur.

Í augnablikinu er 16a einungis vefverslun, svo ekki er hægt að kíkja til okkar og máta. Við hvetjum þig hins vegar til að hafa samband með hvaða spurningar sem þú kannt að hafa. 

Við leggjum mikla áherslu á að stunda persónulega þjónustu við viðskiptavini og gerum okkar besta til að koma til móts við þig. ♥️

Um King Louie

King Louie er hollenskt fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var af Ann Berlips og George Cramer, snemma á níunda áratugnum.
Kvenleg og flatterandi snið, líflegir litir og tímalaus sjarmi einkenna föt þeirra, sem þau framleiða með það að markmiði að endast í óratíma.

King Louie er annt um bæði umhverfið og starfsfólk sitt, og vinnur því í samræmi við Fair Wear Foundation, Amsterdam Green Deal Circular Textile, tekur þátt í Living Wage verkefnum og notar sjálfbærar og/eða endurunnar umbúðir.