Skilmálar

Afgreiðslufrestur pantana
Pantanir eru afgreiddar hjá okkur og sendar út næsta virka dag. Ef vara reynist uppseld munum við strax hafa samband símleiðis eða með tölvupósti.
Afgreiðslufrestur á sérpöntunarvörum fer eftir framleiðendum en við munum hafa samband og gefa upp áætlaðan afgreiðslutíma og breytingar á honum, ef það á við.

Afhending  
Pantanir sem falla ekki undir fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu eru sendar með Íslandspósti og ættu að berast 1-3 dögum eftir pöntun.
Pantanir sem falla undir fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu eru keyrðar út innan tveggja virkra daga frá pöntun.

Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður reiknast samkvæmt gjaldskrá íslandspósts.
Frí heimsending er á höfuðborgarsvæðinu fyrir pantanir að andvirði 15.000 kr. eða meira.

Greiðslur 
Hægt er að greiða pantanir með greiðslukorti. Öll vinnsla kreditkortaupplýsinga fer fram í öruggri greiðslugátt.
Sérpantaðar vörur ber að staðgreiða við pöntun og fæst þeim hvorki skilað né skipt.

Skilaréttur 
Samkvæmt lögum nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga getur neytandi fallið frá samningi um kaup á vöru yfir netið innan 14 daga frá afhendingu með skriflegri yfirlýsingu. Skriflega yfirlýsingu skal senda á netfangið 16a@16a.is.  
Kaupandi ber ábyrgð og kostnað við að koma vöru heilli, ónotaðri, og í upprunalegum umbúðum til seljanda.   Endurgreiðsla er framkvæmd með sama hætti og upprunaleg greiðsla og er að jafnaði framkvæmd innan 7 daga frá móttöku skilavöru.  

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða.
Seljandi áskilur sé rétt til að hafna móttöku vöru sem endursend er í póstkröfu eða á kostnað seljanda.

Vörur sem keyptar eru í persónu eins og á pop-up viðburðum má skila gegn framvísun kvittunnar eða gjafamiða í 30 daga frá kaupum og almennt svo lengi sem varan er enn í sölu. Þær vörur eru endurgreiddar með inneignarnótu í versluninni.  Sé kvittun eða skiptimiði ekki fyrir hendi er ekki hægt að skila vörunni.  

Vöru á afslætti eða niðursettu verði fæst hvorki skipt né skilað.
Serpöntunarvöru fæst hvorki skipt né skilað.

Verð  
Öll verð eru uppgefin í íslenskum krónum með virðisaukaskatti.  Öll verð eru birt með fyrirvara um vefsíðuklúður eða prentvillur og geta breyst án fyrirvara.

Öryggi í pöntunum 
Öll vinnsla greiðslukortaupplýsinga fer fram í öruggri greiðslugátt.

Trúnaður og persónuupplýsingar 
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. 16a mun ekki láta þriðja aðila í té persónuupplýsingar sem til verða við pantanir né vista upplýsingar um viðskiptavini lengur en ástæða er til.