Skvísukvöld
✨ Vinkonur, tíska og gaman! – VIP verslunarkvöld fyrir þig og þínar! ✨
Safnaðu saman stelpunum, fáið ykkur glas (af víni eða hverju sem hjartað girnist) og leyfið okkur að færa ykkur tískuna!👗
Við erum byrjuð með skvísukvöld 16a – Sú fullkomna verslunarupplifun sem þú og þínar eiga skilið! Skvísukvöldin virka svona:
1. Smalaðu saman vinkonum – 5 eða fleiri, og þið eruð búnar að vinna ykkur inn einkaverslunarviðburð, þar sem þú og þínar bestu konur getið skoðað, mátað og verslað óáreittar.
2. Tískan kemur til ykkar – Viktoría eigandi kemur með vel valdar vörur beint heim að dyrum og þið getið mátað allt sem hugurinn girnist í þægindum heimilissins.
3. Súpa og sjoppa? – Búbblur? Já, takk!🥂 Ef þið viljið fá búbblur skuluð þið láta vita! Fátt er skemmtilegra en að súpa og sjoppa með skvísunum!
4. Skvísuafsláttur – Því stærri hópur, því betri díll! Við græjum á ykkur skvísuafslátt sem fer eftir hópastærð. Þið getið fengið allt að 20% afslátt!
Ef þig langar að bóka skvísukvöld skaltu hafa samband við 16a@16a.is og við finnum fyrir ykkur tíma! 💃
Skvísukvöld er einungis hægt að hafa á höfuðborgarsvæðinu.💕